Körfubolti

Fjórfaldur Íslandsmeistari leggur skóna á hilluna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Freyr í leik með Keflavík gegn Val.
Arnar Freyr í leik með Keflavík gegn Val. vísir/valli

Arnar Freyr Jónsson, körfuboltamaður úr Keflavík, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, en þetta staðfesti Arnar Freyr við körfuboltavefsíðuna Karfan.is í gærkvöldi.

Arnar spilaði í fimmtán tímabil í efstu deild, en hann lék með Keflavík og Grindavík á Íslandi. Hann hélt svo til Danmerkur þar sem hann spilaði meðal annars með Aabyhoj og BC Aarhus.

Þessi öflugi leikmaður vann fjóra Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistara, en hann á að baki 26 landsleiki fyrir A-landsliðið.

Keflavík datt í gær út fyrir Haukum í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Keflavík komst í kjörstöðu í einvíginu. Þeir unnu tvo fyrstu leikina, en töpuðu svo þremur í röð og eru því úr leik.

Hann sendi körfunni bréf í gær, en allt bréfið í heild sinni má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.