Körfubolti

Matthías og Hugrún á leið til Bandaríkjanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Matthías í leik með ÍR í vetur.
Matthías í leik með ÍR í vetur. Vísir/Valli

Matthías Orri Sigurðarson, körfuboltamaður úr ÍR, og Hugrún Elvarsdóttir, knattspyrnukona úr FH, eru á leið í nám til Bandaríkjanna.

Parið heldur utan í haust sem þýðir að Matthías Orri hefur spilað sitt síðasta tímabil fyrir ÍR í bili og þá er viðbúið að Hugrún muni missa af lokaspretti Pepsi-deildarinnar í sumar.

Matthías Orri hefur verið í hópi lykilmanna ÍR og var með 19,2 stig, 5,6 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. ÍR hafnaði í tíunda sæti deildarinnar í vetur og komst ekki í úrslitakeppnina.

Hugrún kom við sögu í ellefu leikjum með FH síðastliðið sumar en hún greindi frá tíðundunum á Instagram-síðunni sinni í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.