Innlent

Ákærður fyrir manndráp í Stelkshólum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn leiddur fyrir dóm sunnudaginn 28. september vegna kröfu um gæsluvarðhald.
Maðurinn leiddur fyrir dóm sunnudaginn 28. september vegna kröfu um gæsluvarðhald. Vísir/Stefán
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru fyrir manndráp á hendur 29 ára gömlum karlmanni. Hann er sakaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í íbúð þeirra í Stelkshólum þann 27. september síðastliðinn. Maðurinn er talinn hafa banað henni með því að þrengja að öndunarvegi hennar.

Ákæran var gefin út þann 2. febrúar og er málið komið á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem það verður tekið fyrir í lok mars. Dómari hefur ákveðið að þinghald verði lokað.

Sjá einnig:„Virkilega vinalegt og gott fólk“

Í tilkynningu frá lögreglu í september kom fram að maðurinn hafði samband við annan aðila sem lét lögreglu vita skömmu eftir miðnætti umrædda nótt. Við komu lögreglu á vettvang vaknaði strax grunur um að andlát konunnar hafi borið að með saknæmum. Börn hjónanna, tveggja og fimm ára, voru á heimilinu nóttina sem konan lést. Í kjölfarið voru börnin í umsjá barnaverndaryfirvalda sem komu þeim í vistun hjá vinafólki hjónanna.

Við yfirheyrslur lögreglu í kjölfar handtöku hans hélt maðurinn fram sakleysi sínu. Sagði hann konuna hafa svipt sig lífi. Maðurinn hefur verið vistaður á réttargeðdeild Landspítalans undanfarna mánuði.


Tengdar fréttir

Vistaður á réttargeðdeildinni

Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana á heimili þeirra í Stelkshólum í lok síðasta mánaðar hefur verið vistaður á réttargeðdeildinni á Kleppi.

Heldur enn fram sakleysi

Engar formlegar yfirheyrslur hafa verið yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið konu sinn að bana í Stelkshólum þann 27. september.

Bíða enn lokaniðurstaðna úr krufningu og geðmati

Enn er beðið lokaniðurstaðna vegna krufningar og geðrannsóknar vegna rannsóknar á dauðsfalli í Stekkshólum. Kona fannst látin á heimili sínu í Stekkshólum í lok september og eiginmaður hennar er grunaður um að hafa valdið dauða hennar.

„Virkilega vinalegt og gott fólk“

Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×