Innlent

Fylgstu með lægðinni í „beinni“

Birgir Olgeirsson skrifar
Lægðin er 600 kílómetra vestsuðvestur af Reykjanesi.
Lægðin er 600 kílómetra vestsuðvestur af Reykjanesi. Nullschool
Búist er við stormi eða roki á landinu í dag og hætt við samgöngutruflunum. Þetta óveður stafar af 967 millibara lægð um 600 kílómetra vestsuðvestur af Reykjanesi sem þokast austnorðaustur en 350 kílómetra norðaustur af Scoresbysundi er 1014 millibara hæð.

Hægt er að fylgjast með því í „beinni“ hér á Vísi hvernig lægðin færist yfir landið í dag.

Veðurhorfur á landinu:

Vaxandi austanátt með snjókomu S- og V-lands, en síðar slyddu eða rigningu við ströndina, 18-28 síðdegis, hvassast við S-ströndina. Hægari og úrkomulítið á N- og A-landi í fyrstu, en síðan 18-23 þar og snjókoma eða skafrenningur. Dregur verulega úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt, en áfram stormur á Vestfjörðum. Norðan 20-30 m/s og snjókoma eða éljagangur á V-verðu landinu á morgun, hvassast á Vestfjörðum, en mun hægari suðlæg eða breytileg átt og dálítil él eystra. Heldur hlýnandi veður í bili, en kólnar aftur á morgun.





Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×