Sport

Sjáðu „Fjallið“ bæta 1000 ára gamalt víkingamet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson.
Hafþór Júlíus Björnsson. Vísir/Getty

Kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson hefur komist í heimsfréttirnar á ný en „Fjallið“ úr Game of Thrones bætti þúsund ára met í keppninni um sterkasta Víkinginn.

Margir netmiðlar hafa fjallað um afrek Hafþórs í umræddri keppni og að sjálfsögðu er alltaf vísað til þess að hann hafi leikið Ser Gregor "The Mountain" Clegane í fjórðu seríu Game of Thrones.

ESPN og USA Today segja frá afreki Hafþórs á netsíðum sínum en USA Today blaðið er eitt frægasta og stærsta blað Bandaríkjanna og ESPN ein frægasta íþróttasjónvarpsstöð Bandaríkjanna.  

Sjá einnig: Alveg grátlegt því það munaði svo litlu

Hafþór setti metið með því að taka fimm skref með 640 kílóa trédrumb á öxlunum. Gamla metið átti Íslendingurinn Ormur hinn sterki Stórólfsson sem náði að ganga þrjú skref með slíkan trédrumb fyrir þúsund árum áður en bakið hans gaf sig.

Hafþór Júlíus hefur nú bæði unnið keppnina um sterkasta mann Evrópu og um sterkasta víkinginn og næst á dagskrá er keppnin um sterkast mann heims.

Hér fyrir neðan má sjá þennan ótrúlega göngutúr Hafþórs með trédrumbinn á öxlunum sem og fagnaðarlæti hans þegar metið var í höfn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.