Enski boltinn

Kínverjar kaupa sig inn í Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn City koma víða að.
Stuðningsmenn City koma víða að. vísir/getty
Móðurfélag Man. City hefur tilkynnt að kínverskur fjárfestingarhópur sé búinn að kaupa 13 prósent í félaginu.

Kínverjarnir kaupa sinn hlut á rúma 53 milljarða króna. Félagið á Man. City, Melbourne City og New York City.

Langstærsti eigandi félagsins er sem fyrr Sheikh Mansour. Í yfirlýsingu frá Man. City kemur fram að þessi innspýting geri það að verkum að félagið geti gert enn betur fyrir öll sín fótboltalið.

Einnig á að nýta peningana í að auglýsa félögin í Kína og auka þar með verðmæti félaganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×