Innlent

Fundu Rússneskt hlustunardufl í fjörunni austan við Höfn

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
visir/magnús
„Við vorum 60 manna hópur, sem erum á ættarmóti að ganga frá Papósi í Lóni að Stokksnesi, sem er um 10 kílómetra leið þegar við gengum fram á Rússneskt hlustunardufl í við svokallað Vestrahorn í fjörunni austan við Höfn í Hornafirði, sem er miðja vegu á milli Papóss og Stokksnes,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, einn ættarmótsgestanna aðspurð um duflið, sem fannst í fjörunni í dag.

Talið er að duflið sé mjög nýlegt, eða innan við 10 ára gamalt en kafbátar eru þekktir fyrir að setja svona dufl út.

Gönguhópurinn lét Landhelgisgæsluna strax vita og ætla menn frá henni að koma og skoða duflið og ráða ráðum sínum með það.

visir/magnús
visir/magnús



Fleiri fréttir

Sjá meira


×