Innlent

Oddviti Frjáls afls hafnar ásökunum Árna

Ingvar Haraldsson skrifar
Gunnar Þórarinsson hafnar ásökunum Árna Sigfússonar.
Gunnar Þórarinsson hafnar ásökunum Árna Sigfússonar. Vísir/GVA
Gunnar Þórarinsson, oddviti Frjáls afls, í Reykjanesbæ hafnar því að kenna megi Frjálsu afli um fylgistap Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ líkt og Árni Sigfússon hélt fram fyrr í kvöld.

„Fólkið kýs og bæjarbúar hafa sagt sitt álit“ segir Gunnar um fullyrðingar Árna.

Gunnar segir ekkert óeðlilegt við að hætt sé í flokki og byrjað í öðrum. "Þetta er hin lýðræðislega aðferð."

Gunnar vonast til þess að Frjálst afl bæti við sig manni en þeir hafa einn mann í bæjarstjórn ef marka má nýjustu tölur.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.