Körfubolti

Svali raðaði niður þristum í Madison Square Garden | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Svali H. Björgvinsson.
Svali H. Björgvinsson. Vísir/Garðar

Svali H. Björgvinsson, körfuboltasérfræðingur 365 og fyrrum leikmaður Vals í úrvalsdeild karla stóðst ekki freistinguna þegar hann mætti í Madison Square Garden á dögunum.

Svali var staddur í New York þar sem hann var að taka viðtal við íslensku strákana sem spila með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum í vetur. Þáttur um þá verður sýndur á Stöð 2 Sport um jólin.

Svali og Garðar Örn Arnarson, starfmaður 365 miðla fengu smá tíma á gólfinu í Madison Square Garden í New York, einu af frægustu íþróttahúsum heimsins, og Svali snýtti tækifærið og setti niður nokkra þrista.

Svali hefur verið stuðningsmaður New York Knicks í langan tíma og það var því ekki leiðinlegt fyrir hann að kynnast gólfinu og körfunum í Madison Square Garden aðeins betur.

Svali lék á sínum tíma 99 leiki í úrvalsdeild karla og skoraði í þeim 79 þriggja stiga körfur en hann var með yfir einn þrist að meðaltali fjögur tímabil í röð (1998-89, 1989-90, 1990-01 og 1991-92).

Hér fyrir neðan má sjá myndband með Svala í Madison Square Garden.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.