Enski boltinn

Agüero straujaður niður í teignum en fær gult spjald | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Sergio Agüero, framherji Manchester City, hefði átt að fá vítaspyrnu á níundu mínútu leik Southampton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag, en fékk í staðinn gult spjald fyrir dýfu.

Mike Jones, dómari leiksins, gat ekki verið í betri aðstöðu til að sjá þegar Agüero var gjörsamlega straujaður niður af Jose Fonté í teignum, en í staðinn fyrir að dæma vítaspyrnu fékk Argentínumaðurinn gult.

Þetta er fyrsta gula spjaldið sem Agüero fær fyrir leikaraskap í ensku úrvalsdeildinni og hefði það augljóslega ekki átt að koma í dag. Það er nokkuð ljóst að Mike Jones fær frí til að versla jólagjafirnar um næstu helgi.

Þessa „dýfu“ má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.