Innlent

Hraunið 47,8 ferkílómetrar

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Hraunbreiðan við Holuhraun er nú orðin 47,8 ferkílómetrar samkvæmt ratsjármynd frá Geimferðarstofnun Ítalíu og INSAR hópi Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þá er hraunið við sem rann þann 5. september, við Dyngjujökul 0,4 ferkílómetrar.

Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson, sagði í gær að hraunið úr Holuhrauni væri orðið tvöfallt meira en varð til í Kröflueldum. Þó væri þetta ekki nema tuttugasti af af því hrauni sem varð til í Skaftáreldum.

Hann sagði það vera óvenjulegt við gosið að það héldi áfram af fullum krafti þrátt fyrir að mánuður væri síðan það hófst.


Tengdar fréttir

Málmtæring vandamál í langdregnu gosi

Efnasambönd í gosmekkinum frá Holuhrauni eru mjög tærandi – og viðbúið að upp komi vandamál dragist gosið á langinn. Umhverfisstofnun hefur borist ábending um ryðmyndun sem tengist gosinu. Landsnet lætur kanna áhrif á sín mannvirki.

Hraunið komið yfir veginn

Samkvæmt jarðvísindamönnum á vettvangi dregur ekkert úr gosinu og er virknin enn mjög mikil.

Hraunið myndi þekja bróðurpart Reykjavíkur

Hraunflákinn frá Holuhrauni heldur áfram að stækka og þekur hraunið nú um 40-45 kílómetra. Rúmmálið er metið á um 500 milljón rúmmetra og er gosið eitt að víðáttumesta sem runnið hefur á Íslandi miðað við stuttan gostíma.

Búist við gasmengun til norðurs

Eldgosið heldur áfram í Holuhrauni og vegna suðlægra átta mun gasmengun frá því berast til norðurs eða á svæðið frá Eyjafirði til Melrakkasléttu. Skjálfti upp á 5,5 stig mældist í Bárðarbungu í gær og er þetta fjórði skjálftinn sem mælist af þessum styrkleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×