Innlent

Rauð sólarupprás

Samúel Karl Ólason skrifar
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, tók meðfylgjandi mynd þar sem sólin kom yfir Kórahverfinu í morgun.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, tók meðfylgjandi mynd þar sem sólin kom yfir Kórahverfinu í morgun. Vísir/Vilhelm

Vegna mengunar frá gosinu í Holuhrauni virtist sólin vera rauð þegar hún kom yfir sjóndeildarhringinn í morgun. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, tók meðfylgjandi mynd í morgun.

Á vef Veðurstofu Íslands má sjá að gasmengun verði einnig á suðvesturhorni Íslands í dag. Á kortinu hér fyrir neðan má einnig sjá gasdreifingarspá Veðurstofunnar frá fimmtudagsmorgni til föstudagskvölds.

Norðaustlægri átt er spáð í dag 5 til 13 metrum á sekúndu, en hvassast SA-til. Léttskýjað á sunnan og vestanverðu landinu, en skýjað og lítilsháttar væta fyrir norðan og austan. Hiti 2 til 12 stig.

Náðirðu fallegri mynd af sólarupprásinni í morgun eða rauða tunglinu í gærkvöldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is og við birtum myndina á Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.