Fótbolti

Tveir Íslendingar í liði Serba

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stjörnukonurnar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Danka Podovac.
Stjörnukonurnar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Danka Podovac. Vísir/Daníel

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu verður í þeirri óvenjulegu aðstöðu í kvöld að leika gegn tveimur leikmönnum sem eru með íslenskan ríkisborgararétt.

Ísland mætir Serbíu í undankeppni HM 2015 í kvöld en í landsliðshópi Serba eru þær Vesna Elísa Smiljkovic og Danka Podovac sem báðar fengu íslenskan ríkisborgararétt fyrr á árinu.

Vesna Elísa leikur með ÍBV en var áður á mála hjá Þór/KA og Keflavík. Hún kom fyrst til síðastnefnda liðsins árið 2005. Danka kom ári síðar, einnig til Keflavíkur, en hefur einnig leikið með Fylki, Þór/KA, ÍBV og Stjörnunni þar sem hún er nú.

Báðar eiga á annað hundrað leiki í Pepsi-deild kvenna en Danka hefur skorað alls 90 mörk í deild og bikar hér á landi en Vesna Elísa 69. Þrátt fyrir að þær séu nú með tvöfalt ríkisfang héldu báðar áfram að gefa kost á sér í serbneska landsliðið.

Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 17.00 í dag og verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.