Enski boltinn

Moreno til Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moreno við undirskriftina.
Moreno við undirskriftina. Vísir/Getty
Alberto Moreno er genginn í raðir Liverpool frá Sevilla, en talið er að kaupverðið hljóði uppá tólf milljónir punda.

Þessi 22 ára gamli vinstri bakvörður verður ekki löglegur fyrir leikinn gegn Southampton á morgun.

„Í mínum augum er Liverpool besti klúbburinn á Englandi. Ég gat ekki sagt nei við þessu tækifæri," sagði Moreno.

„Ég talaði við Xabi Alonso, Pepe Reina og Alvaro Arbeloa og þeir sögðu að þetta væri fallegur klúbbur."

„Þeir sögðu allir að ég gæti bætt mig sem leikmaður hjá þessum massíva klúbb. Ég er mjög ánægðurmeð að ganga í raðir Liverpool. Ég mun gefa allt mitt fyrir félagið," sagði Moreno að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×