Innlent

Árni Páll: „Jón Gnarr á mikið hrós skilið"

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Árni Páll var fyrsti ræðumaður kvöldsins í eldhúsdagsumræðum á þingi.
Árni Páll var fyrsti ræðumaður kvöldsins í eldhúsdagsumræðum á þingi.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði fólk úr hans flokki hafa lært mikið af Jóni Gnarr, fráfarandi borgarstjóra. Árni Páll þakkaði Jóni og Besta flokknum samstarfið í borgarstjórn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.

„Jón Gnarr á mikið hrós skilið. Hann áttaði sig á því að stjórnmál eru lifandi samtal við fólk um hagsmuni þess, aðstæður og hugsjónir og því hefur hann sinnt með prýði. Ég vil þakka Jóni fyrir framlag hans og fyrir afar ánægjulegt samstarf,“ sagði Árni Páll um Jón.

Árni Páll sagði einnig að einhverjir hefðu kannski haldið að hið yfirlýsta grínframboð hefði skapað pólitíska upplausn, en þvert á móti hafi það verið hinir hefðbundnu stjórnmálamenn sem það gerðu.

„Fyrir fjórum árum var almannarómur að framboð Besta flokksins væri til marks um pólitíska upplausn og skaðlegt alvöruleysi. Þegar Jón Gnarr býr sig nú undir að kveðja hið pólitíska svið er öllum ljóst að aðrir hefðbundnari stjórnmálamenn hafa frekar orðið til þess að skapa pólitíska upplausn undanfarin ár en hann og hið yfirlýsta grínframboð. Það ætti að verða okkur öllum umhugsunarefni. Ekki síst í þessum sal.“

Twitter / Search - #eldhusdagur twitter.com



Fleiri fréttir

Sjá meira


×