Körfubolti

Hefur tvisvar skilað Íslandsmeistaratitli á fyrsta ári með Njarðvík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Friðrik Ingi Rúnarsson með Íslandsbikarinn eftir að titilinn vannst á Seltjarnarnesi vorið 1998.
Friðrik Ingi Rúnarsson með Íslandsbikarinn eftir að titilinn vannst á Seltjarnarnesi vorið 1998. Vísir/ÞÖK

Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði um helgina undir fimm ára samning um að þjálfa meistaraflokka Njarðvíkur í körfubolta. Þetta koma fyrst fram á karfan.is en var síðan staðfest á heimasíðu Njarðvíkur.

Þetta er í þriðja sinn sem Friðrik Ingi tekur við meistaraflokki karla hjá Njarðvík en hann þjálfaði liðið í tvö tímabil frá 1990-1992 og í þrjú tímabil frá 1998-2000.

„Ég tek við virkilega góðu búi frá Einari Árna og verkefnin framundan eru afar spennandi og krefjandi en jafnframt eru spennandi tímar í kvennastarfinu þar sem iðkendafjöldi hefur aukist gríðarlega á undanförnum  árum.“ er haft eftir Friðriki við undirritunina í frétt á heimasíðu Njarðvíkur en það má einnig finna viðtal við hann á karfan.is.

Friðrik Ingi byrjaði frábærlega með Njarðvíkurliðið í hin tvö skiptin sem hann tók við stjórninni í Ljónagryfjunni. Hann hefur nefnilega tvisvar skilað Íslandsmeistaratitli á fyrsta ári með Njarðvík, fyrst aðeins 22 ára gamall vorið 1991 og svo 29 ára gamall vorið 1998.

Í bæði skiptin hafði Njarðvíkurliðið dottið út úr undanúrslitunum árið áður en sama var upp á teningnum í ár. Njarðvík tapaði í oddaleik á móti Keflavík í fjögurra liða úrslitum 1991 og en Grindvíkingar (þá undir stjórn Friðriks Inga) sópuðu Njarðvíkurliðinu út í fjögurra liða úrslitum 1997.


Allt er þegar þrennt er?

Friðrik tekur við karlaliði Njarðvíkur 1990
Tímabilið fyrir komu Friðriks Inga: Undanúrslit 1990
Fyrsta tímabil Friðriks Inga: Íslandsmeistarar 1991

Friðrik tekur við karlaliði Njarðvíkur 1997
Tímabilið fyrir komu Friðriks Inga: Undanúrslit 1997
Fyrsta tímabil Friðriks Inga: Íslandsmeistarar 1998

Friðrik tekur við karlaliði Njarðvíkur 2014
Tímabilið fyrir komu Friðriks Inga: Undanúrslit 2014
Fyrsta tímabil Friðriks Inga: ???Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.