Lífið

Vill bara rauð M&M

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carl Craig setur fram skemmtilega kröfu.
Carl Craig setur fram skemmtilega kröfu. visir/getty

Plötusnúðurinn Carl Craig mun koma fram á tónlistahátíðinni Secret Solstice í sumar en hann er einn af fjölmörgum þekktum erlendum plötusnúðum sem koma fram á hátíðinni.

Carl Craig er þekktur fyrir að halda úti einkennilegum kröfum á því sem hann vill hafa tilbúið baksviðs fyrir og eftir tónleika.

Sem dæmi um kröfur fyrir hátíðina í sumar vill Carl að tónleikahaldarar velji úr marglita M&M pokum bara rauð M&M sem hann vill hafa tilbúið í skál eftir að hann stígur af sviði í sumar.

„Carl Craig hefur starfað sem plötusnúður síðan árið 1989 og er einn frægasti techno plötusnúður heims,“ sagði Friðrik Ólafsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar í samtali við Fréttablaðið í febrúar.

Fjöldi listamanna hefur boðað komu sína hingað til lands en meðal þeirra tónlistarmanna sem koma eru Massive Attack og Woodkid.

Tónlistahátíðin fer fram í Laugardalnum frá 20. - 22. júní í sumar.Tengdar fréttir

„Gáfum aldrei út dánartilkynningu“

Hljómsveitin Maus hefur snúið aftur og ætlar að vera virk þetta árið. Sveitin er bókuð á þrjár tónleikahátíðir á árinu en er þó ekki viss um hvort ný plata sé væntanleg.

Ný tónlistarhátíð í Laugardalnum í sumar

Ný tónlistarhátíð verður haldin í Laugardalnum í júní. Breska hljómsveitin Massive Attack verður aðalatriðið á hátíðinni, en skipuleggjendur gera ráð fyrir að yfir þrjú þúsund erlendum tónleikagestum hingað til lands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.