Körfubolti

Tvö geta fengið bikarmeistaratitil í afmælisgjöf í dag?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chynna Brown og Sveinbjörn Claessen.
Chynna Brown og Sveinbjörn Claessen.

Tveir leikmenn í bikarúrslitaleikjum dagsins í körfuboltanum halda upp á afmælið sitt í dag en þá fara fram úrslitaleikirnir í Poweradebikar karla og kvenna. Snæfell mætir Haukum í bikarúrslitaleik kvenna en hjá körlunum spila Grindavík og ÍR um bikarinn.

Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR, er 28 ára í dag og Chynna Brown, bandaríski leikmaður Snæfells, heldur upp á 23 ára afmælið sitt með því að reyna að hjálpa kvennaliði Snæfells að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil.

Sveinbjörn Claessen spilaði síðast alvöru leik á afmælisdaginn sinn 22. febrúar 2007 og skoraði þá 20 stig í deildarleik á móti KR í DHL-höllinni en sú frammistaða dugði þó ekki til sigurs. Það var fyrsti leikur liðsins eftir að ÍR-ingar tryggðu sér bikarinn síðast eftir sigur á Hamar/Selfoss í Höllinni 17. febrúar 2007.

Chynna Brown spilaði síðast alvöru leik á afmælisdaginn sinn 22. febrúar 2011 og skoraði þá 15 stig fyrir Texas Tech í tapleik á móti Texas A&M.

Bæði töpuðu þau Sveinbjörn og Chynna því þegar þau spiluðu síðast á afmælisdaginn og gera eflaust allt til þess að upplifa sigurtilfinningu á afmælisdaginn sinn í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.