Viðskipti innlent

Þarf að setja skuldbindingar LSR inn í fjárlög

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Pétur H. Blöndal tryggingarfræðingur og þingmaður
Pétur H. Blöndal tryggingarfræðingur og þingmaður
„Með því að hækka iðgjaldið um eitt prósent um áramótin er verið að bregðast við skammtímavanda,“ segir Pétur Blöndal tyggingarfræðingur og Alþingismaður.

Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri Lífeyissjóða starfsmanna ríkisins (LSR), sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að nóg væri að hækka iðgjöld sjóðsins um eitt prósent um áramótin til að byrja með. Alvarleg staða hans hefur verið til umfjöllunar undarnfarna daga og segir Pétur Blöndal að mun stórtækari aðgerðir þurfi til að bregðast við vandanum.

Pétur bendir á að samkvæmt lögum skuli stjórn lífeyrissjóðsins leggja til hækkun á iðgjaldi til þess að sjóðurinn standi undir sér. „Þetta hefur stjórnin aldrei gert og nú eru 60 milljarða króna skuldbindingar LSR búnar að safnast upp, auk um 400 milljarða króna skuldbindinga í lokuðum sjóði. Þetta er falin skuldbinding sem ekki er til í fjárlögum,“ segir Pétur og telur mikilvægast að stjórnvöld viðurkenni vandann strax.

„Ef skuldbindingarnar eru ekki til í fjárlögum þá eru þær í raun ekki tryggðar. Í Stjórnarskránni segir að ekki megi greiða út fé úr ríkissjóði nema samkvæmt fjárlögum og þessar skuldbindingar finnast ekki í fjárlögum,“ segir Pétur sem telur brýnt að koma halla opinberra sjóða inn í fjárlög með einhverjum hætti sem fyrst. 

Hann segir að alla tíð hafi sjóðurinn átt að byggjast á söfnun til þess að standast skuldbindingar hvort sem um ræðir lokaðar eða opnar deildir sjóðsins og því sé staðan verulega alvarleg.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×