Lífið

Harlem shake-inn vinsæll

Sófus Gústavsson, eigandi Ísbúðarinnar, með ískaldan Harlem Shake. Fréttablaðið/Daníel
Sófus Gústavsson, eigandi Ísbúðarinnar, með ískaldan Harlem Shake. Fréttablaðið/Daníel
"Þetta er alveg nýr sjeik. Maður bjóst eiginlega ekki við því að hann gæti verið bragðgóður fyrr en maður smakkaði hann. Þeir sem hafa smakkað hann segja allir það sama; að hann sé ótrúlega góður," segir Sófus Gústavsson, eigandi Ísbúðarinnar. Þar fæst nú sjeik sem ber nafnið Harlem shake eftir samnefndu netfyrirbæri.

Sjeikinn er blanda af banana- og karamellubragði með svolitlu af bláu krapi ofan á. Að sögn Sófusar er hann gríðarlega vinsæll meðal yngra fólks. "Sjeikinn dalaði í vinsældum þegar bragðarefurinn kom fram á sjónarsviðið, en nú er hann farinn að ryðja sér aftur til rúms," segir hann.

Sófus segir að sjeikinn verði áfram fáanlegur þó að vinsældir samnefnds netfyrirbæris hafi dalað. "Hann verður áfram í boði hjá okkur, það gæti þó vel verið að hann fái nýtt nafn í framtíðinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.