Innlent

Hamingjuóskirnar til páfa ekki frá allri þjóðinni

Heimir Már Pétursson skrifar
Anna Pála Sverrisdóttir er formaður Samtakanna ´78.
Anna Pála Sverrisdóttir er formaður Samtakanna ´78.
Samtökin ´78; hagsmuna- og baráttusamtök samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks á Íslandi lýsa því yfir í fyllstu kurteisi að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi ekki skrifaði heillaóskir til nýkjörins páfa fyrir hönd allra landsmanna þegar hann sendi Frans fyrsta heillaóskakveðju í nafni íslensku þjóðarinnar.

Í tilkynningu frá Samtökunum 78 segir að Páfagarður og nýi páfinn hafi ítrekað haft uppi hatursfulla og meiðandi orðræðu í garð hinsegin fólks, en Frans páfi líki ættleiðingum samkynhneigðra við barnamisnotkun og telji hjónabönd samkynhneigðra verk djöfulsins. Vatíkanið hafi einnig unnið gegn notkun getnaðarvarna og skipt sér af líkömum og sjálfræði kvenna.

Samtökin ´78 hafi ekki áhuga á að senda slíku embætti heillaóskir og valdi það vonbrigðum að svo hafi verið gert fyrir hönd félagsmanna, í gegnum embætti forseta Íslands. Það sé særandi fyrir hinsegin fólk og úr takti við stefnu lands og þjóðar í mannréttindamálum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.