Körfubolti

Moore kveður Njarðvík í kvöld

Nigel Moore.
Nigel Moore.

Nigel Moore mun spila sinn síðasta leik fyrir Njarðvík í kvöld er liðið tekur á móti Stjörnunni í síðasta leik Dominos-deildar karla fyrir jól.

Þetta kemur fram á karfan.is í dag. Þar segir Páll Kristinsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, að liðið vanti sterkari mann í teiginn.

"Nigel er gríðarlega góður leikmaður og ekki síður liðsmaður jafnt utan sem innan vallar og því var þessi ákvörðun ekki auðveld fyrir okkur," sagði Páll við karfan.is.

Með brotthvarfi Moore missir kvennalið félagsins þjálfarann sinn og óljóst er hver tekur við kvennaliðinu.

"Hann tók þessum fréttum af slíkri fagmennsku að ég hef aldrei orðið vitni af öðru eins. Hann skilur okkar afstöðu fullkomlega þó svo að hann hefði auðvitað viljað klára þetta með okkur.  Það sýnir líka hversu mikill fagmaður hann sé að hann vilji taka síðasta leikinn með okkur í kvöld," sagði Páll.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.