Körfubolti

Árin á Íslandi opnuðu fyrir hann dyrnar inn í þjálfun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Kevin Rhodes.
John Kevin Rhodes.
Bandaríski körfuboltamaðurinn John Kevin Rhodes átti flottan feril á Íslandi en hann spilaði í fimm ár í íslensku úrvalsdeildinni þegar hann var á besta aldri og var þá með 20,4 stig og 18,8 fráköst að meðaltali í leik.  

John Kevin Rhodes er nú aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Duquesne-háskólans en skólinn spilar í Atlantic 10 deildinni. Hann var áður aðalþjálfari Ohio Northern og hefur starfað í 17 ár sem þjálfari í bandaríska háskólaboltanum.

John Kevin Rhodes spilaði þrjú tímabil með Haukum og tvö sem spilandi þjálfari hjá ÍR en það er hægt að sjá tölfræði hans hér. Hann var áður í eitt tímabil í Þýskalandi og tvö tímabil í Frakklandi.

Kappinn var tekinn í viðtal fyrir heimasíðu Duquesne-skólans en hann var átjándi gestur vetrarins í þættinum Dukes 1-On-1.

"Þjálfunin valdi mig frekar en að ég hafi valið hana. Ég fékk tækifæri á að vera spilandi þjálfari síðustu tvö árin mín á Íslandi og það opnaði dyrnar fyrir mig inn í þjálfun," sagði John Rhodes meðal annars í þessu viðtali en það er hægt að sjá það allt hér fyrir neðan. Þar rekur hann meðal annars ástæður þess að hann hætti að spila rétt rúmlega þrítugur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×