Innlent

„Verið að slá pólitískar keilur“ segir formaður fjölmiðlanefndar

Samúel Karl Ólason skrifar
Karl Axelsson, formaður fjölmiðlanefndar.
Karl Axelsson, formaður fjölmiðlanefndar. Mynd/Stefán Karlsson

Karl Axelsson, formaður fjölmiðlanefndar, segir að með tillögu hagræðingahópsins um að leggja niður fjölmiðlanefnd, sé verið að slá pólitískar keilur. Að hópurinn þekki greinilega takmarkað til málaflokksins. Tillaga hagræðingarhópsins varðandi fjölmiðlanefnd er svohljóðandi: Fjölmiðlanefnd verði lögð niður, byggt verði á fyrri lagaramma og stjórnsýslu- og eftirlitsverkefni færð til Póst- og fjarskiptastofnunar.

„Hugmyndin gengur að einhverju leyti að flytja verkefni til Póst- og fjarskiptastofnunar og að byggt verði á fyrri lagaramma og stjórnsýslu. Hvað í ósköpunum er verið að tala um. Lögin um fjölmiðlanefnd sem sett voru árið 2011 komu til vegna innleiðingar tilskipunar ESB um hljóð- og myndmiðlum. Hún kallaði á mjög auknar kröfur varðandi EES samningin um að gera ýmislegt í okkar stjórnsýslu. Það var meiginorsök nýrra og viðameiri laga.“
„Á að núlla það allt út? Því um leið værum við að segja okkur úr EES samningnum. þetta fólk þekkir greinilega takmarkað til málaflokksins,“ segir Karl. „Ef það tekst að sýna fram á sparnað við að sameina ríkisstofnanir þá get ég ekki verið á móti því. Ég hef hinsvegar stórkostlegar efasemdir um að sá kostnaður sem er við fjölmiðlamálin í dag minki þó hann sé gerður hluti af Póst- og fjarskiptastofnun.“ 

„Um er að ræða tvö stöðugildi, en þau þyrftu að vera sex til átta svo við gætum sinnt lögbundnum verkefnum okkar. Að mínu viti er verið að slá pólitískar keilur og þetta hefur ekkert með sparnað í ríkisrekstri að gera,“ segir KarlAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.