Lífið

Danielle - ótrúlegt myndband

Myndbandið hér að neðan er búið til af kvikmyndagerðarmanninum Anthony Cerniello, með aðstoð ljósmyndara og nethönnuða. 

Myndbandið nær að sýna áhorfendum viðfang myndbandsins eldast og ganga í gegnum öll æviskeiðin, á tæplega fimm mínútum.

Að reyna að sýna öldrunarferlið á mynd er ekki nýtt af nálinni. Oftast er notuð svokölluð „time-lapse“ ljósmyndun til þess að ná þessu fram. En í myndbandi Cerniello er meiri flæði, og stig af stigi eldist Danielle, viðfang myndbandsins.

Cerniello lýsir myndbandinu sem „einhverju sem er að gerast sem þú getur ekki séð, en finnur bara, eins og öldrunarferlið er sjálft.“ 

Til þess að búa þetta til fór Cerniello með ljósmyndaranum Keith Sirchio á ættarmót hjá viðfangi myndbandsins. Þeir tóku ljósmyndir af öllum fjölskyldumeðlimum og fóru svo í gegnum myndirnar til þess að finna myndir af þeim sem líktust Danielle hvað mest.

Myndirnar voru svo unnar enn frekar til að láta líta út fyrir að vera Danielle á mismunandi æviskeiðum. Nethönnuðir voru svo fengnir til þess að leggja lokahönd á verkið - til þess að skeyta saman myndunum og gera að myndbandi. 

Danielle from Anthony Cerniello on Vimeo.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.