Sport

Aníta Heims-, Evrópu- og Norðurlandameistari á árinu 2013

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta er búið að vera frábært sumar hjá Anítu Hinriksdóttur..
Þetta er búið að vera frábært sumar hjá Anítu Hinriksdóttur.. Mynd/Nordic/Phoyos/Getty

Ísland eignaðist þrjá Norðurlandameistara unglinga á Norðurlandamóti 19 ára og yngri sem fram fer um helgina í Espoo í Finnlandi. Björg Gunnarsdóttir sigraði á nýju persónulegu meti í 400 m hlaupi kvenna, Kolbeinn Höður Gunnarssson sigraði í 400 m hlaupi á nýju Íslandsmeti 18 til 19 ára og þá bætti Aníta Hinriksdóttir Norðurlandameistaratitli í safnið sitt þegar hún vann 800 metra hlaupið örugglega.

Kolbeinn Höður Gunnarssson sigraði í 400 m hlaupi á 47,91 sekúndum sem er besti árangur Íslendings í 18-19 ára aldursflokki frá upphafi. Þetta er jafnframt sjöundi besti árangur frá upphafi í greininni. Gamla metið var 48,03 sekúndur en það átti Sveinn Elías Sveinsson frá árinu 2007. Kolbeinn hafði hlaupið best áður 48,06 sekúndum á EM í Rieti í síðasta mánuði.
 
Björg Gunnarsdóttir sigraði á nýju persónulegu meti í 400 m hlaupi kvenna, en hún kom í mark á tímanum 55,90 sekúndum. Í öðru sæti var Betty Strandberg frá Svíþjóð á  56,44 sek.

Eins og vænta mátti bætti Aníta Hinriksdóttir Norðurlandameistaratitli í safnið, þegar hún kom í mark á 2:03,94 mínútum í 800 metra hlaupi kvenna en hún sigraði þessa grein örugglega og var um fimm sekúndum á undan næsta keppinaut sínum.

Aníta Hinriksdóttir hefur því unnið þrennuna í sumar, orðið Heims- Evrópu- og Norðurlandameistari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.