Körfubolti

Craion til Keflavíkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Michael Craion í leik geg Stjörnunni á síðustu leiktíð.
Michael Craion í leik geg Stjörnunni á síðustu leiktíð. Mynd/Valli

Keflavík gekk í dag frá samningi við Michael Craion um að hann leiki með liðinu á komandi vetri. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkurliðsins.

Þrátt fyrir að gengi Keflavíkurliðsins hafi ekki verið nógu gott á síðasta tímabili var Michael einn af jákvæðu punktum tímabilsins að því er segir í fréttinni á heimasíðu Keflavíks. Crain lauk tímabilinu með 22 stig, 13 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Keflvíkingar fagna tíðindum vel og segja mikla ánægju ríkja með ákvörðun Craion að taka slaginn með Keflvíkingum á nýjan leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.