Körfubolti

Grindvíkingar halda áfram að styrkja sig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingibjörg í leik með Keflavík
Ingibjörg í leik með Keflavík

Grindavíkingar halda áfram að styrkja lið sitt í kvennakörfunni en Ingibjörg Jakobsdóttir er á leiðinni til félagsins á nýjan leik en frá þessu greinir karfan.is.

Ingibjörg er annar leikmaðurinn á stuttum tíma sem fer frá Keflavík yfir í Grindavík en Pálína Gunnlaugsdóttir gerði slíkt hið sama á dögunum.

Leikmaðurinn er uppalin hjá Grindavík og er því komin heim. Leikmaðurinn hefur stundum átt í töluverðum vandræðum með meiðsli á sínum ferli.

Jón Halldór Eðvaldsson tók við liðinu í maí en hann þjálfaði áður Keflavík og ætlar sér greinilega stóra hluti með liðið.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.