Körfubolti

Darrell Flake gengur til liðs við Tindastól

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flake sést hér til hægri í leik með Þór Þorlákshöfn.
Flake sést hér til hægri í leik með Þór Þorlákshöfn. Mynd. / Stefán

Körfuknattleiksmaðurinn, Darrell Flake, hefur gengið til liðs við Tindastól og verður því í baráttunni í 1. deildinni næsta vetur.

Leikmaðurinn hefur verið á landinu í ellefu ár og leikið með fjöldann allan af félögum hér á landi.

Fyrst lék Flake með KR og eftir það var hann á mála hjá Skallagrími, Fjölni, Breiðabliki, Grindavík og nú síðast hjá Þór Þorlákshöfn.

Stólarnir féllu úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og mun  Flake án efa styrkja lið Tindastóls mikið. Þeir ætla sér greinilega aftur í deild þeirra bestu á ný.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.