Körfubolti

Flake ekki með gott sigurhlutfall í úrslitakeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darrell Flake í baráttunni við Helga Má Magnússon í leiknum í gær.
Darrell Flake í baráttunni við Helga Má Magnússon í leiknum í gær. Mynd/Stefán

Darrell Flake og félagar í Þór Þorlákshöfn eru komnir í sumarfrí eftir að KR-ingar sópuðu þeim út úr úrslitakeppni Dominos-deild karla í gær. Flake hefur spilað hér með hléum frá 2002 en hefur aldrei komist upp úr átta liða úrslitunum á Íslandi.

Þetta var fimmta úrslitakeppni Darrell Flake á Íslandi og hans lið hafa aðeins náð að vinna 2 af 12 leikjum sínum. Þetta var í þriðja sinn sem liði með Flake er sópað út úr átta liða úrslitum.

Darrell Flake lék einnig með Fjölni tímabilið 2004-05 en var þá látinn fara skömmu fyrir úrslitakeppni. Fjölnisliðið fór þá alla leið í undanúrslitin.

Það hefur ekki dugað liðum Flake að vera með heimavallarrétt í átta liða úrslitunum því fjögur af þessum fimm liðum hans áttu fyrsta leik á heimavelli og allir töpuðust þeir.

Flake hefur reyndar unnið seríu í úrslitakeppni á Íslandi en þó ekki í úrvalsdeild. Hann hjálpaði Skallagrími að vinna úrslitakeppni 1. deildar karla í fyrra en með því tryggði Borgnesingar sér sæti í Domnios-deildinni.


Úrslitakeppnir Darrell Flake á Íslandi:

KR 2003
8 liða úrslit: KR 0-2 Njarðvík {87-90, 95-97}

Skallgrímur 2007
8 liða úrslit: Skallagrímur 1-2 Grindavík {105-112 (94-94), 87-80, 81-97}

Skallagrímur 2008
8 liða úrslit: Grindavík 2-1 Skallagrímur {106-95, 91-96, 93-78}

Grindavík 2010
8 liða úrslit: Grindavík 0-2 Snæfell {94-95, 93-110}

Þór Þorlákshöfn 2013
8 liða úrslit: Þór Þorl. 0-2 KR {83-121, 83-93,}

Samanlagt:
5 einvígi - 5 töpuð einvígi
12 leikir - 2 sigrar - 10 töpAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.