Ekkert frumvarp um klám fram komið! 28. febrúar 2013 09:40 „Allir virðast sammála um að við eigum ekki að kaupa vöru sem byggði á barnaþrælkun. Ég þykist vita að við Birgitta og Smári séum þar á einu máli ásamt þorra fólks. En þegar ofbeldið er komið á netið virðist annað uppi á teningnum." Þetta ritar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fjallar ráðherrann um viðbrögð við tillögum í ráðuneytinu sem lúti að því að verja börn fyrir ágengni klámiðnaðarins. „Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi," segir Ögmundur. Nefnir ráðherra þar sérstaklega Birgittu Jónsdóttur alþingiskonu og vísar í grein sem hún skrifaði í breska dagblaðið Guardian. „Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur," skrifar Ögmundur og minnir á hvar málið sé í raun og veru statt. „En augnablik. Ekkert frumvarp er fram komið! Það er einfaldlega verið að skoða hvað sé gerlegt og hvað ekki til að hamla gegn yfirgangi einna ósvífnustu gróðaafla sem þekkjast nú um stundir, afla sem hafa hag af því að selja efni sem byggir á gegndarlausu ofbeldi," segir Ögmundur og þvertekur fyrir að verið sé að hamla gegn frjálsum skoðanaskiptunum og lýðræðislegri umræðu á netinu. Tillögur Ögmundar um að skoða hvernig hefta megi aðgang að klámi hafa verið töluvert gagnrýndar af sérfræðingum í tölvumálum. Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, sagði við Vísi á dögunum að ómögulegt væri að loka alfarið á aðgang kláms á netinu. „Ef einhver vill af ásettu ráði horfa á klám á netinu, þá mun viðkomandi nálgast klám á netinu. Engar tæknilegar lausnir á netinu geta stöðvað viðkomandi, burtséð frá því að slökkva hreinlega á netinu," sagði Ýmir.Innanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé ekki sérfræðingur mála í tæknilegum lausnum. Aðrir skoði þá hlið mála en aðaláherslan sé á að verja börn gegn ágengni klámiðnaðarins. Ýmir segir það vel hægt. „En ef markmiðið er að koma í veg fyrir að einhver hópur fólks sjái klám óvart, til dæmis krakkar, þá eru til tæknilegar leiðir til að hjálpa til við slíkt," segir Ýmir. Tengdar fréttir Að trúa á netið Tillögur sem nú eru til skoðunar í innanríkisráðuneytinu og lúta að því að verja börnin okkar fyrir ágengni klámiðnaðarins hafa vakið athygli á heimsvísu. Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur. 28. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Sjá meira
„Allir virðast sammála um að við eigum ekki að kaupa vöru sem byggði á barnaþrælkun. Ég þykist vita að við Birgitta og Smári séum þar á einu máli ásamt þorra fólks. En þegar ofbeldið er komið á netið virðist annað uppi á teningnum." Þetta ritar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fjallar ráðherrann um viðbrögð við tillögum í ráðuneytinu sem lúti að því að verja börn fyrir ágengni klámiðnaðarins. „Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi," segir Ögmundur. Nefnir ráðherra þar sérstaklega Birgittu Jónsdóttur alþingiskonu og vísar í grein sem hún skrifaði í breska dagblaðið Guardian. „Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur," skrifar Ögmundur og minnir á hvar málið sé í raun og veru statt. „En augnablik. Ekkert frumvarp er fram komið! Það er einfaldlega verið að skoða hvað sé gerlegt og hvað ekki til að hamla gegn yfirgangi einna ósvífnustu gróðaafla sem þekkjast nú um stundir, afla sem hafa hag af því að selja efni sem byggir á gegndarlausu ofbeldi," segir Ögmundur og þvertekur fyrir að verið sé að hamla gegn frjálsum skoðanaskiptunum og lýðræðislegri umræðu á netinu. Tillögur Ögmundar um að skoða hvernig hefta megi aðgang að klámi hafa verið töluvert gagnrýndar af sérfræðingum í tölvumálum. Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, sagði við Vísi á dögunum að ómögulegt væri að loka alfarið á aðgang kláms á netinu. „Ef einhver vill af ásettu ráði horfa á klám á netinu, þá mun viðkomandi nálgast klám á netinu. Engar tæknilegar lausnir á netinu geta stöðvað viðkomandi, burtséð frá því að slökkva hreinlega á netinu," sagði Ýmir.Innanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé ekki sérfræðingur mála í tæknilegum lausnum. Aðrir skoði þá hlið mála en aðaláherslan sé á að verja börn gegn ágengni klámiðnaðarins. Ýmir segir það vel hægt. „En ef markmiðið er að koma í veg fyrir að einhver hópur fólks sjái klám óvart, til dæmis krakkar, þá eru til tæknilegar leiðir til að hjálpa til við slíkt," segir Ýmir.
Tengdar fréttir Að trúa á netið Tillögur sem nú eru til skoðunar í innanríkisráðuneytinu og lúta að því að verja börnin okkar fyrir ágengni klámiðnaðarins hafa vakið athygli á heimsvísu. Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur. 28. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Sjá meira
Að trúa á netið Tillögur sem nú eru til skoðunar í innanríkisráðuneytinu og lúta að því að verja börnin okkar fyrir ágengni klámiðnaðarins hafa vakið athygli á heimsvísu. Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur. 28. febrúar 2013 06:00