Körfubolti

Arnar Freyr: Ég varð að segja skilið við þetta bull sem er í gangi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Freyr Jónsson
Arnar Freyr Jónsson Mynd/Valli

Leikstjórnandinn Arnar Freyr Jónsson hefur spilað sinn síðasta leik með BC Aarhus í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta en það kom fram á karfan.is að leikmaðurinn sé hættur hjá félaginu.

„Ég var bara að segja skilið við þetta bull sem er í gangi hérna," sagði Arnar í viðtali við Karfan.is en hann var með eitt stig og eina stoðsendingu í tapleik á móti Horsens IC um síðustu helgi. Arnar Freyr hefur spilað minna með hverjum leik á nýju ári og farið úr 26 mínútum niður í 11 mínútur í síðasta leik sínum.

Arnar Guðjónsson var látinn fara frá BC Aarhus í lok síðasta árs en liðið vann 5 af 16 leikjum undir stjórn Íslendingsins. Peter Hoffman tók við liðinu en liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum undir stjórn Hoffman.

Arnar Freyr var með 6,4 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik með BC Aarhus í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en hann gaf meðal annars 16 stoðsendingar í fyrsta leiknum sínum í september.

BC Arhus er í þriðja neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur tapað átta síðustu deildarleikjum sínum og er búið að leika tveimur leikjum meira en Hoersholm 79ers sem er með jafnmörg stig í sætinu fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.