Viðskipti innlent

Ætla að efla fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum

Magnús Halldórsson skrifar
Höskuldur Ólafsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja og bankastjóri Arion banka, og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sjást hér undirrita samning um átak og aðgerðir til þess að efla fjármálalæsi hjá ungmennum. Mynd/SFF
Höskuldur Ólafsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja og bankastjóri Arion banka, og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sjást hér undirrita samning um átak og aðgerðir til þess að efla fjármálalæsi hjá ungmennum. Mynd/SFF

Unnið er með markvissum hætti að eflingu fjármálalæsis í grunn– og framhaldsskólum, að því er segir í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Samtökum fjármálafyrirtækja, en í gær undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Höskuldur Ólafsson ,formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, samning um átak og aðgerðir til að efla fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum.

Samningurinn felur í sér að samtökin fjármagna verkefnið, þar á meðal laun verkefnisstjóra og námsefnisgerð, að því er segir í tilkynningu.

Samstarfið hefur staðið yfir frá miðju ári 2011 þegar mennta- og menningarmálaráðherra skipaði stýrihóp til þess að efla fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum. Markmiðið er að efla fræðslu í skólakerfinu markvisst með hliðsjón af gildandi lögum og aðalnámskrám. Efnt verður til tilraunakennslu í samráði við fjóra grunnskóla og tvo framhaldsskóla. Sex skólar hafa verið valdir til tilraunakennslu á þessu sviði. Á grunnskólastigi eru það Melaskóli, Hagaskóli, Hafralækjarskóli og Litlu Laugaskóli og á framhaldsskólastigi Menntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautaskólinn við Ármúla.

„Bundnar eru miklar vonir um að tilraunakennslan leiði í ljós hvar og hvernig þessari fræðslu verði best fyrir komið í náminu þannig að tryggt sé að allir nemendur fái notið hennar í framtíðinni. Gerð verður könnun í upphafi og lok tilraunakennslunnar á fjármálalæsi nemenda og niðurstöðurnar nýttar til þess að skipuleggja kennslu á þessu sviði til framtíðar," segir í tilkynningu.

Í nýjum aðalnámskrám er læsi skilgreint í víðum skilningi og innan þess hugtaks er fjármálalæsi.
Markmiðið með kennslunni er að fræða ungmenni um fjármál og efnahagsmál til þess að þau verði hæfari til að takast á við eigin fjármál og skilja betur efnahagskerfi heimsins. Þá er einnig stefnt að því að kennsla í fjármálum skipi hærri sess í skólum en nú er. Þá er auk þess eitt af markmiðum tilraunakennslunnar að þróa nýtt námsefni sem hægt verði að nota í framtíðinni, segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.