Enski boltinn

Hazard, Martinez og Keita orðaðir við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eden Hazard í leik með Lille í Frakklandi.
Eden Hazard í leik með Lille í Frakklandi. Nordic Photos / Getty Images
Enska götublaðið The Mirror segir að Liverpool sé með þrjá sterka miðvallarleikmenn í sigtinu fyrir næsta sumar.

Damien Comolli sagði við enska fjölmiðla í gær að margir sterkir leikmenn hefðu áhuga á að ganga til liðs við félagið í sumar, án þess að nefna nein nöfn. Viðtalið má lesa hér fyrir neðan.

Leikmennirnir þrír eru Eden Hazard hjá Lille en þessi 21 árs Belgi hefur verið orðaður við mörg af stærstu félögum Evrópu undanfarin misseri. Javi Martinez er 23 ára varnarsinnaður miðjumaður sem leikur með Athletic Bilbao og þá er Seydou Keita, leikmaður Barcelona, sagður áhugasamur um að koma til bítlaborgarinnar.


Tengdar fréttir

Comolli: Stórstjörnur vilja koma til Liverpool

Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, segir að margar stórstjörnur úr knattspyrnuheiminum vilji koma til félagsins nú í sumar. Sigur liðsins í enska deilabikarnum muni aðeins ýta undir það.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.