Lífið

Nýr vefur í samkeppni við Fótbolta.net

Hörður Snævar Jónsson ritstýrir fótboltasíðunni 433.is sem fer í loftið í dag. Hann er tilbúinn í samkeppni við Fótbolta.net.
Hörður Snævar Jónsson ritstýrir fótboltasíðunni 433.is sem fer í loftið í dag. Hann er tilbúinn í samkeppni við Fótbolta.net. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

Ný fótboltavefsíða, 433.is, fer í loftið í dag. Þar verður ítarleg umfjöllun um fótbolta, bæði innlendan og erlendan.

„Það hefur í rauninni bara verið ein síða að sinna þessum stóra markaði. Þeir sem koma að þessu telja að það sé pláss fyrir tvo aðila, þannig að það var ákveðið að kýla á þetta," segir ritstjórinn Hörður Snævar Jónsson.

Fjórir starfsmenn verða í fullu starfi á síðunni og að sögn Harðar verður töluverð áhersla lögð á sjónvarp og umfjöllun um atvinnumenn erlendis. Þegar er búið að heimsækja landsliðsmennina Gylfa Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbein Sigþórsson og spjalla við þá um lífið og tilveruna.

Vefsíðan Fotbolti.net hefur verið vinsælasta fótboltasíða landsins undanfarin ár og Hörður Snævar starfaði þar einmitt í sex ár. Hann segir 433.is vera tilbúna í samkeppnina.

„Þeir hafa verið stærstir en hafa í rauninni aldrei fengið alvöru samkeppni. Við teljum okkur í stakk búna til að veita þeim samkeppni á jafnréttisgrundvelli."

Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, opnar síðuna með formlegum hætti á sportbarnum Úrillu górillunni í kvöld. - fb
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.