Enski boltinn

De Rossi hafnaði Man. City

Ítalski landsliðsmaðurinn Daniele de Rossi hefur hafnað samningstilboði frá Man. City og ætlar þess í stað að spila áfram með Roma.

City var til í að greiða 31 milljón punda og hækka laun hans verulega. Allt upp í 7 milljónir punda á ári.

Tryggð er samt greinilega enn til í fótboltaheiminum því De Rossi sagði nei takk. Hann vill ekki yfirgefa félagið sem hann hefur spilað með síðan hann var 17 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×