Viðskipti innlent

Matarkarfan ódýrust í Bónus

Matarkarfan var ódýrust í Bónus.
Matarkarfan var ódýrust í Bónus.
Matarkarfa Alþýðusambands Íslands reyndist vera ódýrust í Bónus þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverslunum og stórmörkuðum víðsvegar um landið síðastliðinn mánudag.

Matarkarfan í Bónus kostaði 20.404 krónur og var ódýrust þar. Hún var hins vegar dýrust í Nóatúni en hún kostaði þar 24.680 krónur.

Þetta jafngildir 21 prósenta verðmuni milli verslana. Fjarðarkaup var með næst ódýrustu matarkörfuna en hún kostaði 24.058 krónur þar.

Lítill verðmunur var á milli Fjarðarkaupa, Krónunnar og Nettó eða um 3 prósent.

Matarkarfan samanstendur af 54 almennum neysluvörum. Til dæmis mjólkurvörum, morgunkorni, grænmeti og kjöti ásamt drykkjarvörum og ýmsum öðrum pakkavörum, dósamat og fleiru.

Verslanirnar Kostur og Víðir neituðu þátttöku í könnuninni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×