Fótbolti

Sami Hyypia verður áfram þjálfari Leverkusen

Sami Hyypia, fyrrum leikmaður Liverpool.
Sami Hyypia, fyrrum leikmaður Liverpool. Getty Images / Nordic Star
Sami Hyypia, fyrrum leikmaður Liverpool, verður áfram þjálfari þýska liðsins Bayer Leverkusen næstu þrjú árin. Finninn Hyypia mun þjálfa liðið ásamt Sascha Lewandowski en þeir tóku við liðinu í apríl á þessu ári og náðu frábærum árangri.

Undir þeirra stjórn náði Leverkusen að landa 14 af alls 18 stigum sem voru í boði í síðustu sex umferðunum í efstu deild í þýska fótboltanum. Og Leverkusen endaði í fimmta sæti og náði Evrópusæti.

Hyypia er 38 ára gamall en hann lék með Leverkusen 2009-2011 eftir að hafa verið í áratug í herbúðum Liverpool. Hann lék 318 leiki með Liverpool og skoraði 22 mörk. Alls lék hann 105 landsleiki fyrir Finnland og skoraði þar 5 mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.