Erlent

Tók dótturina með í klettaklifur

Menna Pritchard ásamt dóttur sinni Ffion.
Menna Pritchard ásamt dóttur sinni Ffion. mynd/Menna Pritchard
Einstæð móðir í Bretlandi hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að fara í klettaklifur með tveggja ára dóttur sína á bakinu. Hún gefur lítið fyrir gagnrýnina og segir að klifrið veiti dóttur sinni innblástur.

Menna Pritchard er mikil útvistarkona. Hún hefur stundað klettaklifur árum saman og er að læra útikennslu í háskóla í Wales. Hún segir að lífið snúist um að taka áhættu öðru hverju.

Pritchard hefur sætt gagnrýni fyrir að taka dóttur sína, Ffion Pritchard, með sér í klifrið og einnig fyrir að hafa gefa dóttur sinni ekki öryggishjálm.

„Síðan Ffion kom í heiminn hef ég reynt að taka hana með mér í fjallgöngur og klettaklifur. Það er skemmtilegt fyrir Ffion að geta notið útiverunnar."

Peter Cornall hjá bresku Slysavarnarstofnuninni sagði The Daily Mail að Ffion nyti góðs af klettaklifrinu. Hann telur að reynslan geti haft jákvæðar afleiðingar í för með sér.

„Útivist og ævintýri eru frábærar leiðir til að kenna börnum á öryggi. Með því að kynna börn fyrir hættulegum aðstæðum og meðfylgjandi öryggisráðstöfunum er hægt að fyrirbyggja slys í framtíðinni."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×