Enski boltinn

AVB: Fáum ekki sanngjarna dómgæslu gegn Man. Utd.

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andre Villas-Boas við hliðarlínuna í dag.
Andre Villas-Boas við hliðarlínuna í dag. Mynd. / Getty Images
„Við vorum með góð tök á leiknum í 90 mínútur en dómarinn hafði aftur á móti enginn tök á leiknum," sagði Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir jafnteflið við Manchester United í dag.

„Fyrri vítaspyrnudómurinn var réttur en sá síðari var gjörsamlega fáránlegur. Í báðum leikjunum gegn United höfum við fengið slæma dóma gegn okkur og það er erfitt að sætta sig við slíkt".

„Þessi úrslit eru mikil vonbrigði fyrir okkur og sérstaklega eftir að hafa komist þremur mörkum yfir. Manchester United á samt sem áður skilið mikið hrós því þeir gefast aldrei upp og hætta aldrei".

„Ég er mjög ánægður með mitt lið og strákarnir léku vel. Það er ekki hægt að kenna þeim um það hvernig fór, það voru bara röð af fáránlegum ákvörðunum hjá dómara leiksins".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×