Viðskipti innlent

Segir fjárlögin ekki í uppnámi

Höskuldur Kári Schram skrifar
Formaður fjárlaganefndar Alþingis telur ekki að andstaða Róberts Marshall við gistináttaskatt ríkisstjórnarinnar setji fjárlögin í uppnám, þrátt fyrir að enginn meirihluti sé fyrir málinu á Alþingi.

Ríkisstjórnin ætlar að hækka svokallaðan gistináttaskatt úr sjö prósentum í fjórtán samkvæmt tillögu Katrínar Júlíusdóttur, fjármálaráðherra. Upphaflega stóð til að hækka skattinn upp í 25,5 prósent en því var harðlega mótmælt.

Róbert Marshall lýsti því yfir í hádegifréttum Bylgjunnar að hann muni ekki styðja þessa skattahækkun.

Björn Valur Gíslason, formaður Fjárlaganefndar, telur að hægt verði að finna lausn á þessu máli. Í samtali fréttastofu í dag sagði hann fjárlögin væru ekki uppnámi vegna málsins.

Róbert gekk úr þingflokki samfylkingarinnar í október en hann ætlar að bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í næstu kosningum. Róbert sagðist þó áfram ætla að styðja ríkisstjórnina en formlega hefur hún ekki lengur meirihluta á Alþingi. Hefð fyrir því á Alþingi að stjórnarandstaðan sitji hjá við afgreiðslu fjárlaga en án stuðnings Róberts er að óbreyttu enginn meirihluti fyrir málinu. Róbert segir afstaða sín í málinu hafi legið fyrir þegar hann var enn í þingflokki Samfylkingarinnar.

Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, komst ekki í viðtal í fréttatíma Stöðvar 2 vegna anna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×