Innlent

SA samþykkir að LÍÚ ákveði verkbann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilmundur Jósefsson, formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins.
Vilmundur Jósefsson, formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins.
Stjórn Samtaka atvinnulífins samþykkti í dag ályktun þar sem LÍÚ er heimilað að taka ákvörðun um verkbann sem nær til sjómanna sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum sambandsins.

Stjórn SA fjallaði á fundi sínum um kjaradeilu LÍU og sjómanna en mikill vandi hefur skapast vegna stórfelldra hækkana á sköttum og veiðigjöldum. SA segir að útgerðir geti ekki brugðist við með því að ná niður launakostnaði á móti slíkum hækkunum nema í gegnum kjarasamninga. LÍÚ telur að engar líkur séu til að niðurstaða fáist í kjaradeiluna á annan hátt en að til vinnustöðvunar komi.

Aðalfundur LÍÚ samþykkti að hefja þann feril að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann og nú hefur stjórn SA samþykkt heimild fyrir LÍÚ til slíkrar atkvæðagreiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×