Enski boltinn

Hollenskur vinstri bakvörður til Man. Utd

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Buttner með treyju United í dag.
Buttner með treyju United í dag. Nordicphotos/Getty
Hollenski vinstri bakvörðurinn Alexander Buttner hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester United. Buttner kemur frá Vitesse Arhheim í heimalandinu.

Bakvörðurinn 23 ára er annar Hollendingurinn sem gengur til liðs við United á skömmum tíma en framherjinn Robin van Persie skrifaði nýverið undir samning við félagið.

„Alexander er einn besti ungi vinstri bakvörðurinn í Evrópu og við erum hæstánægðir með kaupin á honum," segir Sir Alex Ferguson stjóri United á heimasíðu félagsins.

„Við höfum fylgst náið með honum um langt skeið. Hann gefur okkur mikla möguleika í bakvarðarstöðunni," segir Ferguson.

„Að ganga til liðs við Manchester United gerir daginn í dag að einum þeim besta í lífi mínu. Ég hef dáðst að liðinu lengi og get ekki beðið eftir því að hitta liðsfélagana og hjálpa liðinu að ná árangri," segir Buttner á heimasíðu United.

Bakvörðurinn var í undirbúningshópi Hollands fyrir Evrópumótið í Póllandi og Úkraínu í sumar. Hann var þó ekki valinn í lokahópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×