Innlent

Laumufarþegar aftur gripnir í Sundahöfn

Enn og aftur voru erlendir hælisleitendur gripnir við að komast um borð í flutningaskip í Sundahöfn í gærkvöldi.

Þeir voru báðir vistaðir í fangageymslum í nótt og verða svo fluttir í athvarf þeirra í Reykjanesbæ í dag.

Stutt er síðan að þrír hælisleitendur reyndu að komast um borð í flutningaskip í Straumsvík, og þar áður reyndu þrír að komast í skip í Sundhöfn.

Þessar tilraunir hælisleitenda til að komast úr landi, hafa færst mjög í vöxt upp á síðkastið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×