Innlent

Laumufarþegar aftur gripnir í Sundahöfn

Enn og aftur voru erlendir hælisleitendur gripnir við að komast um borð í flutningaskip í Sundahöfn í gærkvöldi.

Þeir voru báðir vistaðir í fangageymslum í nótt og verða svo fluttir í athvarf þeirra í Reykjanesbæ í dag.

Stutt er síðan að þrír hælisleitendur reyndu að komast um borð í flutningaskip í Straumsvík, og þar áður reyndu þrír að komast í skip í Sundhöfn.

Þessar tilraunir hælisleitenda til að komast úr landi, hafa færst mjög í vöxt upp á síðkastið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.