Sport

Robertson: Breska Ólympíuliðinu til skammar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Breska Taekwondosambandið sætir mikilli gagnrýni þessa dagana. Ástæðan er ákvörðun sambandsins að senda Lutalo Muhammad sem fulltrúa þjóðarinnar á Ólympíuleikana í London í stað Aaron Cook, efsta manns heimslistans.

Cook hefur í tvígang áfrýjað ákvörðun sambandsins til bresku Ólympíunefndarinnar. Taekwondosambandið hefur því fundað í þrígang um val sitt og í öll skiptin komist að sömu niðurstöðu. Muhammad, sem er í 59. sæti heimslistans, verður fulltrúi Bretlands á leikunum.

Málið er komið á það stig að Cook hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Hugh Robertson, íþróttamálaráðherra Breta, segir vandamálið sem upp er komið breska Ólympíuliðinu til skammar.

Breska Ólympíunefndin veltir nú fyrir sér að þvinga breska sambandið til þess að velja Cook á kostnað Muhammad. Það yrði í fyrsta skipti sem Ólympíunefndin myndi grípa inn í ákvörðun hjá sérsambandi við val á íþróttafólki fyrir Ólympíuleika.

„Er þetta okkur til skammar? Einlægt svar mitt er já því það er óeðlilegt ef íþróttasambönd eru gagnrýnd af alþjóðlegum samböndum," sagði Robertson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×