Erlent

Konur eru betri bílstjórar en karlar - staðfest

Bandarískt tryggingafyrirtæki hefur nú afsannað þá gömlu fullyrðingu að konur séu verri bílstjórar en karlmenn. Í raun er þessu þveröfugt farið. Í viðamikilli rannsókn sem tryggingafélagið 4autoinsurancequote.com lét gera, var farið ítarlega yfir málið og kannað hvort einhver munur væri á tjónum á meðal karla og kvenna.

Í ljós kom að um körlum má kenna um 80 prósent af öllum dauðaslysum og mjög alvarlegum umferðarslysum í Bandaríkjunum. Þá kom einnig í ljós að 27 prósent minni líkur eru á því að konu valdi umferðarslysum en karlar.

Þá eru umferðabrot einnig mun tíðari á meðal karla. Þeir aka ógætilegar, nota sjaldnar öryggisbelti og aka hraðar. Og það eru þrisvar sinnum meiri líkur á því að karl aki ölvaður en kona, að minnsta kosti í Bandaríkjunum.

Forstjóri tryggingafélagsins segir að rannsóknin sýni það svart á hvítu að konur taki körlum fram þegar kemur að því að aka bíl. Í raun segir hann sláandi hve lélegir bílstjórar bandarískir karlmenn séu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×