Viðskipti innlent

Sund gjaldþrota, kröfuhafar tapa 30 milljörðum

Eignarhaldsfélagið Sund, sem nú heitir Icecapital, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta en talið er að kröfuhafar tapi um 30 milljörðum króna.

Fjallað er um málið í DV í dag. Þar segir að gjaldþrotið var auglýst í Lögbritingablaðinu fyrir helgi. Félagið er í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, eftirlifandi eiginkonu Óla Kr. Sigurðssonar í Olís, sonar hennar Jóns Kristjánssonar og dóttur hennar Gabríelu Kristjánsdóttur.

Heildarskuldir Sunds og tengdra félaga námu 64 milljörðum króna við bankahrunið samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Eignarhaldsfélög tengd Sundi fjárfestu bæði í Glitni og Kaupþingi fyrir hrun. Félög þeim tengd áttu einnig bifreiðaumboðin Bifreiðar og landbúnaðarvélar og Ingvar Helgason.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
2,53
12
184.232
ICEAIR
2
25
218.726
TM
1,64
3
40.650
SYN
1,48
8
74.284
ORIGO
1,12
4
39.306

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,09
2
14.507
REGINN
-0,99
4
62.307
EIM
-0,81
1
173
HEIMA
-0,79
2
42.030
SIMINN
-0,68
3
11.947
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.