Sport

Skautafélag Akureyrar Íslandsmeistari kvenna í íshokkí

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr fyrsta leik liðanna á Akureyri á þriðjudag.
Úr fyrsta leik liðanna á Akureyri á þriðjudag. Mynd / Elvar Freyr Pálsson

Ásynjur Skautafélags Akureyrar tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí eftir 6-2 sigur á Birninum í þriðja leik liðanna norðan heiða.

Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 1-1. Í öðrum leikhluta tóku heimakonur frumkvæðið og leiddu að honum loknum 4-2. Þær bættu svo við tveimur mörkum í síðasta leihlutanum og unnu öruggan sigur.

Diljá Sif Björgvinsdóttir skoraði þrjú mörk Ásynja en Flosrún Vaka Jóhannesdóttir bæði mörk Bjarnarins.

Ásynjur höfðu því sigur í einvíginu 3-0.

Mörk Ásynja SA:
Diljá Sif Björgvinsdóttir 3
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1
Sarah Smiley 1
Guðrún Blöndal 1

Varin skot: 17

Mörk Bjarnarins:
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 2

Varin skot: 36

Upplýsingar af heimasíðu Skautafélags Akureyrar, sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.