Körfubolti

Bullock og Benedikt stóðu sig best í seinni hlutanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
J'Nathan Bullock.
J'Nathan Bullock. Mynd/Stefán
J'Nathan Bullock leikmaður Grindavíkur og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór úr Þorlákshöfn voru kosnir bestir í seinni hluta Iceland Express deildar karla í körfubolta en tilkynnt var um valið á blaðamannafundi fyrir komandi úrslitakeppni karla. Það er sérstök valnefnd á vegum KKÍ sem kýs.

J'Nathan Bullock hefur farið fyrir deildarmeistaraliði Grindavíkur á þessu tímabili en hann var með 24,0 stig og 11,5 fráköst að meðaltali í umferðum 12 til 22.

Magnús Þór Gunnarsson úr Keflavík og Finnur Atli Magnússon úr KR voru valdir í úrvalsliðið í seinni umferð en þeir voru líka í úrvalsliði fyrri umferðarinnar. Bullock, Justin Shouse í Stjörnunni og Jón Ólafur Jónsson í Snæfelli koma allir nýir inn.

Undir stjórn Benedikts Guðmundssonar þá náðu nýliðar Þórs þriðja sæti deildarinnar sem er langbesti árangurinn í sögu félagsins. Þór tekur þátt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn og er með heimavallarrétt í átta liða úrslitunum. Þórsliðið vann 8 af 11 leikjum sínum í seinni hlutanum.

Verðlaunin sem voru afhent í dag:

Úrvalslið seinni umferðar í IEX karla:

Justin Shouse, Stjarnan

Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík

Jón Ólafur Jónsson, Snæfell

Finnur Atli Magnússon, KR

J´Nathan Bullock, Grindavík

Besti þjálfari IEX deildar karla seinni umferð:

Benedikt Guðmundsson, Þór Þorlákshöfn

Besti leikmaður IEX deildar karla seinni umferð:

J'Nathan Bullock, Grindavík

Dugnaðarforkur IEX deildar karla seinni umferð:

Emil Barja, Haukar

Besti dómari í seinni hluta IEX deilda:

Jón Guðmundsson, Keflavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×