Innlent

Guðni Bergsson: "Ég áttaði mig ekki á því að hann hefði stungið mig“

Guðni Bergsson þegar hann kom út af landspítalanum á mánudaginn.
Guðni Bergsson þegar hann kom út af landspítalanum á mánudaginn.
„Ég sá þegar árásin átti sér stað, þannig ég hljóp inn á skrifstofuna og sá þá blóð. Þá þá reyndi ég að ná hnífnum af manninum," segir Guðni Bergsson, þegar hann bjargaði samstarfsfélaga sínum Skúla Eggert Sigurz, sem var stunginn sex sinnum að sögn Guðna í viðtalinu sem var tekið við hann á fréttavef í bænum Bolton á Englandi.

„Hann stakk mig tvisvar í lærið þegar ég yfirbugaði hann," sagði Guðni þegar hann lýsti átökunum og bætti við. „Þá áttaði ég mig ekki á því að hann hefði stungið mig.

Þá er einnig rætt við Friðrik Smára Björgvinsson, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir Skúla hafa verð heppinn að Guðni var á vaktinni.

„Ég held að Guðni hafi bjargað lífi vinnufélaga síns," sagði Friðrik. Félagi Guðna og fyrrum leikfélagi í Bolton, Jimmy Phillips, bætti við: „Hann var heppinn að Guðni var að vinna með honum þennan mánudag."

Skúli liggur enn þungt haldinn á spítala og er í lífshættu. Fram kemur í greininni að Guðni sé nú heima að jafna sig með með eiginkonu sinni og börnum.

Guðgeir Guðmundsson, sem réðist á Skúla og Guðna, er í gæsluvarðhaldi fram á föstudag og á að gangast undir geðrannsókn vegna árásarinnar.

„Mér er dálítið brugðið, en hugur minn er hjá félaga mínum sem ég vona að nái að jafna sig," sagði Guðni.

Hægt er að lesa viðtalið hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×